Atkvæði endurtalin á Tálknafirði

Tálknafjarðarhöfn um 1990.

Á fundi sínum 20. maí 2022 samþykkti kjörstjórn Tálknafjarðarhrepps að verða við beiðni um endurtalningu atkvæða vegna sveitastjórnarkosninga 2022.

Í kosningunum hlutu tveir jafnmörg atkvæði í fimmta sæti og var varpað hlutkesti um það hver fengi það sæti.

Endurtalningin fer fram í Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar þriðjudaginn 24. maí 2022 og hefst kl. 17:00. Talningin fer fram fyrir opnum dyrum í samræmi við 100. grein kosningalaga nr. 112/2021 og verður niðurstaða endurtalningar birt á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps þegar hún liggur fyrir.

DEILA