Ólympíufari segir frá

Fyrirlestraröðin Vísindaportið hefur verið fastur liður í starfsemi Háskólaseturs frá upphafi.

Fyrirlestrarnir eru fluttir í hádeginu á föstudögum í kaffistofu Háskólasetursins og hafa þeir mælst vel fyrir enda aðsókn jafnan góð. Síðastliðin 2 ár hafa þó nokkrir föstudagar fallið niður vegna samkomutakmarkana en nú sjáum við fram á betri tíma og munum taka upp þráðinn næstkomandi föstudag, þann 29. apríl og hefja að nýju fyrirlestraröð Vísindaportsins. 

Að þessu sinni hefst fyrirlestraröðin á erindi frá Snorra Einarssyni, okkar fremsta skíðagöngu manni og Ólympíufara. Í erindi sínu mun Snorri segja frá bakgrunni sínum í skíðaíþróttinn, aðdragandanum að Ólympíuleikunum, æfingarferlinu og þátttökunni á leikunum í Kína fyrr í vetur.

Vísindaportið er opið öllum og hefst stundvíslega klukkan 12:10 og fer fram í kaffistofu Hásólaseturs.