Lilja Rafney vill bjarga Maríu Júlíu

Lilja Rafney Magnúsdóttir varaþingmaður Vinstri grænna, vill bjarga skipinu Maríu Júlíu sem var fyrsta varðskip og hafrannsóknarskip Íslendinga.

Í um­ræðum um störf þingsins á Al­þingi í gær benti Lilja Raf­n­ey á að skipið ætti sér merka sögu en hafi legið í Ísa­fjarðar­höfn undan­farin ár þar sem það má muna sinn fífil fegurri.

„Byggða­safn Vest­fjarða og minja­safnið á Hnjóti njóti keyptu skipið árið 2003 en þá átti að selja það til Suður-Afríku. Það naut varð­veislu og stuðnings opin­berra aðila fyrstu árinu en hefur legið í svo­kallaðri öndunar­vél við Ísa­fjarðar­höfn síðan 2014 og fer hver að verða síðastur að bjarga þessum menningar­verð­mætum frá glötun …Og nú er unnið að því að leita stuðnings við þetta góða verkefni hjá ráðherrum á Alþingi svo hægt sé að fjármagna nauðsynlega viðgerð, svo bjarga megi þessu krúnudjásni að ég tel í sjósafnsgripum um haf og strandmenningu 20. aldar,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir á Alþingi í gær. 

DEILA