Hvalárvirkjun: Umhverfisráðuneytið vill hnekkja ákvörðun Alþingis

Alþingi hefur ákveðið með samþykkt Rammáætlunar að Hvalárvirkjun sé í nýtingarflokki. Engu að síður gerði þáverandi umhverfisráðherra árið 2020 þá kröfu til Náttúrufræðistofnunar Íslands í bréfi að fossar í ánum Rjúkandi, Hvalá og Eyvindarfjarðará verði settir á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til verndar fossum.

Þetta kom fram í máli Ásbjarnar Blöndal stjórnarformanns Vesturverks, sem vinnur að Hvalárvirkjun á ráðstefnu Vestfjarðarstofu um orkumál á Vestfjörðum sem fram fór á Ísafirði í gær.

Vakti Ásbjörn athygli á því að þarna fór ráðherrann Guðmundur Ingi Guðbrandsson gegn ákvörðun Alþingis og vildi greinilega koma í veg fyrir Hvalárvirkjun með friðun fossanna.

Ásbjörn sagði í svari við fyrirspurn Bæjarins besta að erindi ráðuneytisis beinist að öllum ánum sem Hvalárvirkjun nýtir svo það mun hafa veruleg áhrif virkjunaráformin.

Ásbjörn segir á grundvelli samþykktar Alþingis hafi verið unnið að virkjunaráformum, mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar er lokið, virkjunin er komin í aðalskipulag sveitarfélagsins , samingar liggja fyrir við eigendur vatnsréttinda og frumhönnun virkjunarinnar liggi fyrir. Alls hefur verið varið um 700 milljónum króna til undirbúnings.

Guðlaugur Þór þórðarson, umhverfisráðherra var á ráðstefnunni og gær og virtist ekki hafa heyrt af þessum kröfum forvera síns. Af viðbrögðum hans máttii ráða að hann myndi kynna sér málavöxtu.

DEILA