Fáðu greitt fyrir tónlistina þína

Á morgun fimmtudaginn 28. apríl verður Bergrós Halla Gunnarsdóttir, starfsmaður STEFs með námsstefnu á Ísafirði, en STEF eru samtök tón- og textahöfunda á Íslandi og gæta hagsmuna þeirra og innheimta höfundaréttargjöld vegna opinbers flutnings tónlistar.

Um er að ræða námsstefnu þar sem fjallað verður um greiðsluflæði tónlistarveitna, muninn á því að fá greitt fyrir streymi sem höfundur eða útgefandi og flytjandi.

Einnig verður fjallað um fjárflæði vegna tónlistar í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem og starfsemi STEFs og þá þjónustu sem er í boði fyrir tónlistarfólk.

Það er frítt á námsstefnuna og fer hún fram í Tónlistarskóla Ísafjarðar kl. 15-17.

DEILA