Auka á tölvulæsi eldra fólks

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur undirritað samninga við átta fræðsluaðila um kennslu í tölvulæsi fyrir eldra fólk og er Fræðslumiðstöð Vestfjarða einn þessara aðila.

Um er að ræða sérsniðna kennslu sem hjálpar eldra fólki um allt land að nýta sér þjónustu og rafræn samskipti á netinu með það að markmiði að draga úr félagslegri einangrun, njóta afþreyingar á netinu og auka notkun á þjónustusíðum.

Markhópurinn er eldra fólk (eldri en 60 ára) sem hefur þörf á námskeiði í tæknilæsi á snjalltæki, til dæmis varðandi spjaldtölvur og snjallsíma. Námskeiðin fela í sér kennslu í notkun rafrænna skilríkja og vefsíðna sem nota þau, heimabanka, netverslun og fræðslu vegna samfélagsmiðla og efnisveitna. Þá verður farið yfir notkun á tölvupósti og önnur rafræn samskipti. 

DEILA