Hafró rannsakar rækjuna í Djúpinu

Halldór Sigurðsson ÍS. Myndir: aðsendar.

Hafrannsóknarstofnun hóf rannsóknir á ástandi rækjustofnsins í Ísafjarðardjúpi í vikunni.  Til mælinga fóru tvö skip, Halldór Sigurðsson ÍS 14 og Ásdís ÍS 2.  Vænta má niðurstaðna úr leiðangrinum í lok mánaðar.  

Á síðasta fiskveiðiári var heimilað að veiða 586 tonum af rækju í Ísafjarðardjúpi.

Rík hefð er fyrir rækju-veiðum og vinnslu í Ísafjarðardjúpi. Upphaf rækjuveiða við Ísland má rekja til þess að Símon Olsen og Ole G. Syre hófu tilraunaveiðar á rækju í Ísafjarðardjúpi árin 1923 og 1924.  Undanfarin ár hafa þrír bátar stundað rækjuveiðar í Djúpi, Ásdís ÍS 2 frá Bolungarvík, Halldór Sigurðsson ÍS 14 og Valur ÍS 20 frá Ísafjarðarbæ.  Um 8 sjómenn stunda veiðarnar að jafnaði.   Á Ísafirði er rækjuverksmiðjan Kampi starfandi með um 30 starfsmenn í vinnu.

Ásdís ÍS 2 og Egill Jónsson skipstjóri

DEILA