Nýir eigendur að Café Riis á Hólmavík

Café Riis á Hólmavík.

Um áramótin urðu eigenda skipti að veitingastaðnum Café Riis á Hólmavík. Hjónin Bára Karlsdóttir og Kristjan Jóhannsson sem hafa rekið staðin um mörg ár seldu og viðtók Guðrún Ásla Atladóttir frá Hólmavík.

Café Riis er í gömlu húsi, byggt árið 1897 sem hefur verið gert upp af miklum myndarskap og því fylgir líka gamla samkomuhúsið, Bragginn.

Bæjarins besta hafði samband við Báru og innti hana eftir því hvað væri nú framundan.

„Èg veit ekki hvað tekur við erum bara að taka einn dag í einu og hugsa málin en erum bara þakklát fyrir þessi sautján ár og auðvitað skiptust á skin og skúrir en þetta gekk mjög vel þessi síðustu ár þrátt fyrir þennan veiruskratta og ég tel okkur skila góðu búi til nýrra rekstraraðila og ég óska þeim góðs gengis.“

Bára bætti því við að „fyrst þú hafðir samband er kannski rétt að nota tækifærið og auglýsa eftir starfi þarna úti.“

Bára og Kristján

DEILA