Fasteignaverð á Vestfjörðum hækkar heldur meira en á höfuðborgarsvæðinu

Fasteignaverð íbúða í sérbýli hefur hækkað heldur meira en í Reyjavík ( hverfum 104 og 105) frá 2014. Á þessum tím hefur fermetraverð sérbýlisins tæplega tvöfaldast úr um 200 þús kr/fermetrinn upp í 370 þúsund kr í fyrra. Hækkunin á Vestfjörðum er hlutfallslega meiri á þessu árabili eða um 2,5 földum svo heldur hefur dregið saman við verðinu í þessum landshlutum.

Á þessu er vakin athygli á vefsíðu Bolungavíkurkaupstaðar þar sem þessar myndir um meðalfermetraverð eru birtar.

Byggingarkostnaður einbýlishúss (sérbýli) á einni hæð úr steinsteypu, 165 fermetrar að stærð, eru tæpar 89 milljónir eða 536.341 kr. fyrir hvern fermetra (Byggingarlykill Hannarrs frá 1. októbert 2021, s. 148).

„Landsmeðaltalið árið 2021 er 372.988 kr. á fermetra sem er 163.353 kr. á fermetra undir raunverulegum byggingarkostnaði, samanber hér ofar. Landsmeðaltalið vantar 30% upp í byggingarkostnað ef við leyfum okkur að bera þessar tölur saman. Þróun meðalfermetraverðs á Vestfjörðum virðist vera nokkuð í takt við þróun landsmeðaltals.“ segi í samantektinni um fasteignamatið.

 

Tvöfalt – fimmfalt hærra verði í Reykjavík

Verð á hvern fermetra virðist vera frá því að vera tvöfalt hærra í Reykjavík (hverfum 104 og 105) upp Í fimmfalt hærra en á Vestfjörðum eftir því hvaða byggðarlag er miðað við. Hæst er verðið í nýrri byggð á Ísafirði rúmlega helmingur þess sem það er í Reykjavík. Það er þrefalt hærra en á Patreksfirði og í Bolungavík og fimmfalt hærra en á Þingeyri.

fermetraverð á Vestfjörðum 2021.

DEILA