Covid19: eitt smit í gær á Vestfjörðum

Aðeins eitt smit greindist á Vestfjörðum í gær. Það var á Ísafirði.

Alls eru 66 í einangrun á Vestfjörðum. Á Patreksfirði eru 38. Þrettán á ísafirði og 8 á Þingeyri. Tveir eru á Bíldudal, í Bolungavík og í Súðavík. Eitt er í einangrun á Reykhólum. Sem fyrr eru engin virk smit í Strandasýslu.

Tæplega 1600 smit greindust í á landinu öllu. Á Landsspítalanum eru 38 sjúklingar með covid19 og 3 eru á gjörgæslu.

https://www.ruv.is/kveikur/covid/