Bolungavíkurhöfn: 1110 tonn landað í desember

Fríða Dagmar ÍS landar í Bolungavíkurhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Alls var landað 1.110 tonn af botnfiski í Bolungavíkurhöfn í desember. Mest var veitt í troll eða um 540 tonn. Sirrý ÍS landaði 452 tonnum eftir 5 veiðiferðir og Harðbakur EA var með 85 tonn.

Fimm bára voru á línu og komu þeir með um 460 tonn. Fríða Dagmar ÍS var með 192 tonn og Jónína Bryngja ÍS 125 tonn. Otur II ÍS kom með 62 tonn og Otur III ÍS heldur meira eða 64 tonn. Þá landaði Indriði Kristins BA 19 tonnum eftir einn róður og Siggi Bjartar ÍS var með 8 tonn.

Tveir handfærabára öfluðu um 6 tonn. Hjörtur Stapi ÍS var með 4 tonn og Kiddi ÍS 2 tonn.

DEILA