Bolungavík: 170 m.kr framkvæmdir á árinu

Á framkvæmdaáætlun Bolungavíkurkaupstaðar fyrir yfirstandandi ár eru 9 verkefni auk nokkurra smærri verkefna fyrir samtals 160 m.kr. Að auki eru ráðgert að seta 10 m.kr. í viðhaldsverkefni. Samtals eru framkvæmdir á samþykkri áætlun bæjarins 170 m.kr.

Stærsta framkvæmdin er vatnstankur í Hlíðardal sem kostar 30 m.kr. Tengist það áformum um að taka nýjar borholur í notkun sem mun valda straumhvörfum í vatnsmálum kaupstaðarins.

Fyrirhuguð er malbikun gatna fyrir 55 milljónir króna á Brimbrjótsgötu, Mávakambi og Höfðastíg. Til gangstéttagerðar er varið 10 m.kr. Til undirbúnings að nýju íbúðarhverfi er ráðstafað 10 m.kr. Til framkvæmda á höfninni fara 27 m.kr. Stærst er þar endurbygging Grundargarðs 11.5 m.kr. Setja á 7 m.kr. í nýjan löndunarkrana og 8,5 m.kr. í aðrar hafnarframkvæmdir.

Framkvæmdayfirlit Bolungavíkurkaupstaðar fyrir 2022