Vesturbyggð: 22% hækkun fasteignaskatts á íbúðir

Fyrir bæjarstjórn Vesturbyggðar liggja tillögur um fasteignagjöld næsta árs. Hafa þær verið samþykktar eftir fyrri umræðu og vísað til síðari umræðu og endanlegrar afgreiðslu.

Nokkrar breytingar eru lagðar til frá gjaldskrá yfirstandandi árs.

Heslta breytingin er að fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði hækkar úr 0,45% af fasteignamati upp í 0,55% eða um 22% hækkun í krónutölu. Fasteignaskattur á opinberar byggingar verður áfram 1,32% og 1,65% á atvinnuhúsnæði.

Vatnsgjald á íbúðarhúsnæði lækkar úr 0,4% í 0,38% en verður óbreytt 0,5% á annað húsnæði.

Fráveitugjald er nú 0,4% á allt húsnæði en verðir samkvæmt tillögunni 0,38% á íbúðarhúsnæði og 0,5% á annað húsnæði.

Lóðarleiga á íbúðarhúsnæði lækkar úr 3,75% í 1% en verður óbreytt 3,75% á annað húsnæði.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!