Vestri mætir Njarðvík á útivelli

Subwaydeild karla rúllar aftur í gang í kvöld eftir landsleikjahlé þegar áttunda umferð deildarinnar verður leikin. Vestramenn er farnir suður með sjó og mæta Njarðvíkingum kl. 18:15 í kvöld. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Stuðningsfólki Vestra sem ætla að mæta á leikinn í Njarðvík er bent á að nauðsynlegt er að framvísa gildu neikvæðu hraðprófi til að sækja leikinn.

Talsverð spenna ríkir fyrir þennan leik því eins og fram hefur komið verður þetta fyrsti leikur landsliðsmannsins Hauks Helga Pálssonar í Njarðvíkurbúning á þessu tímabili. Haukur Helgi hefur verið fram vegna meiðsla og ekki leikið körfubolta síðan hann lék í efstu deild á Spáni á síðasta tímabili. Ágætur stígandi hefur verið í leik Vestra og tryggði liðið sér sigur í síðasta deildarleik gegn Grindvíkingum hér heima. Þótt Njarðvíkingar teljist sjálfsagt sterkari á “pappírunum” má því eiga von á hörkuleik í Gryfjunni í Njarðvík í kvöld. 

DEILA