Turnhúsið Ísafirði: jóladagskrá í fullum gangi

Í Turnhúsinu er opið um aðventuna og dagskrá um helgar. Næstu helgi verðu ropið frá kl 13 – 16 bæði laugardag og sunnudag. Lítil jólabúð er starfrækt með skemmtilegan varning. Boðið upp á súkkulaði og jólagóðgæti.

Á sunnudaginn verður Elfar Logi með jólafróðleiksmola.

Í næstu viku verður opið á fimmtudaginn og um helgina. Þá verða auk annarra dagskrárliða tónleikar með Kötlu Vigdísi og Salóme Katrínu. 

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!