Stuttmyndin Rán til Asti á Ítalíu

Stuttmyndin Rán er tilnefnd til margra verðlauna á Asti International Film Festival sem haldin verður 14. til 18. desember. Þrír íslendingar munu fara á hátíðina, Ísfirðingurinn Fjölnir Baldursson leikstjóri, Steingrímur Rúnar Guðmundsson framkvæmdarstjóri, og Jónína Margrét Bergmann sem er aðalleikkonan í myndinni.

Setja þurfti ítalskan texta á myndina og sá Viviana Staiano um það. Myndin heitir Rapina á Ítölsku.

Hún verður sýnd í Sala Pastrone 17. desember, en það er kvikmyndahús bæjarins. Þar er líka óperusalur og verður lokahófið haldið þar.

Þetta er ellefta árið sem hátíðin er haldin og er hún ein stæsti viðburður bæjarins sem er þekktur fyrir vínaakra sem umliggja bæinn. Svo eru líka miklar minjar í borginni allt frá dögum Rómarveldis.

DEILA