Strandabyggð: framkvæmdir næsta árs 83,5 m.kr.

Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur samþykkt fjárhaægsáætlun næsta árs. Niðurstöðutölur hennar eru að rekstrarafkoma A hluta er áætluð jákvæð um kr. 25.563.000.  Samanlögð afkoma A og B hluta er áætluð jákvæð um kr. 22.779.000.

Ráðist var í miklar hagræðingaraðgerðir á yfirstandandi ári til að lækka útgjöld og sérstakur fjárhagsstuðningur fékkst frá ráðuneyti sveitarstjórnarmála.

 Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum verður sértækur stuðningur ráðuneytisins að upphæð 47 milljónir á árinu 2022 og 18 milljónir árið 2023.

Gert er ráð fyrir eftirfarandi framkvæmdum á árinu 2022:

 • Nýr inngangur ofan við grunnskóla 25.000.000.
 • Brunavarnir skv. úttekt og frágangur ofan við grunnskóla 4.500.000.
 • Viðhald í Íþróttamiðstöð, m.a. búningsklefar og sturtur, gluggi í sal og lagnaviðgerðir 10.100.000.
 • Leikskólalóð, undirbúningsvinna, efnisskipti og drenlagnir 6.000.000.
 • Staðarkirkjugarður, hlutdeild Strandabyggðar í efniskostnaði samkvæmt lögum 2.400.000.
 • Yfirlagnir á götur í Austurtúni og Miðtúni 2.500.000.
 • Bryggjukrani, tæki og uppsetning 10.000.000.
 • Staðarrétt nýbygging 5.000.000.
 • Fjárrétt við Krossá í Bitru 2.000.000.
 • Félagsheimili: Inngangur í kjallara, aðgengi fyrir fatlaða 1.500.000.
 • Aðal- og deiliskipulag: Samningur við Landmótun um skipulagsvinnu 4.000.000.
 • Gatnagerð Borgabraut og fleiri smáverkefni 2.000.000.
 • Slökkvilið: Búnaður og útbúnaður bíls 1.500.000.
 • Vatnsveita: Dælur og lagnir 3.000.000.
 • Fráveita: Lagnir 2.000.000.
 • Veitustofnun: Ljósleiðari 2.000.000.

Heildarkostnaður vegna framkvæmda á árinu 2022 er áætlaður kr. 83.500.000.

Tekið verður lán að upphæð kr. 35.000.000. á árinu 2022, fyrir afborgunum hjá Lánasjóði sveitarfélaga, og að öðru leyti nýtt að mestu leyti til framkvæmda.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!