Skeið ehf hyggst byggja 10 íbúða fjölbýlishús á Ísafirði

Sindragata 4.

Fyrirtækið Skeið ehf hefur sótt um 12% stofnframlag til Ísafjarðarbæjar vegna nýbyggingar fjölbýlishúss við hliðina á Sindragötu 4a í miðbæ Ísafjarðarbæjar. Stofnframlagið yrði kr. 46.077.610. 

Heildarkostnaður framkvæmdarinnar eru áætlaður kr. 383.980.086.

Fyrirtækið er með umsókn hjá HMS, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um lán og stofnframlag frá ríkinu.

Fjármögnun byggingarinnar er svohljóðandi:

Stofnframlag Ísafjarðarbæjar 12% eða kr. 46.077.610.
Stofnframlag ríkisins 18% eða kr. 69.116.415.
Sérstakt byggðaframlag 4% eða kr . 15.359.203.
Lán frá HMS 66% eða kr. 253.426.857.

Hið nýstofnaða félag Skeið ehf mun sjá um rekstur og leigu á þessari fasteign.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að boða forsvarsmenn Skeiðs ehf. til fundar við bæjarráð.

DEILA