Skálar Ferðafélags Íslands á Vestfjörðum

Hornbjargsviti

Í Hornbjargsvita er gistiaðstaða fyrir allt að 40 manns.

Húsið er stórt og rúmgott. Sofið er í rúmum og kojum í sjö aðskildum herbergjum. Gott eldhús er á staðnum með öllum áhöldum og útbúnaði og bæði rafmagns- og gaseldavél. Að auki er gott kolagrill við húsið.

Vatnssalerni er inni í húsinu og sturta. Góð aðstaða er til að þurrka blaut föt og skó. 

Valgeirsstaðir

Valgeirsstaðir í Norðurfirði er er gamall bóndabær með svefnaðstöðu fyrir 22.

Húsið er á tveimur hæðum og gist er í fimm herbergjum. Eldhúsið er fullbúið og ágætlega rúmgott og salerni er inni við.

Við húsið er gott tjaldstæði og rétt hjá er gamalt fjárhús sem hefur verið gert upp og nýtist sem samkomustaður. Þar inni er lítil eldunaraðstaða og klósett fyrir tjald- og samkomugesti. Góð grillaðstaða er á milli bæjarins og fjárhússins. 

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!