Örvunarbólusetning á Ísafirði

Bæjarins besta hafði samband við Hildi Elísabetu Pétursdóttir, framkvæmdastjóra hjúkrunar með fyrirspurn varðandi örvunarbólusetningar á Ísafirði.

Mæting hefur verið góð að sögn Hildar, í kringum 75% af boðuðum hafa mætt en þann 2. desember var met mæting. Um 160 manns sem áður höfðu fengið boð en ekki nýtt sér það þá eða þá þeir sem ekki höfðu fengið boð mættu þar sem fimm mánuðir voru frá annarri bólusetningu og orsakaði það að bóluefnið kláraðist.

Mæting á Vestfjörðum virðist vera í svipuðum takti og á landinu öllu.

Næstu bólusetningar verða dagana 9. og 16. desember og vill Hildur koma því á framfæri að nægt bóluefni er til.

Hildur vill líka endilega koma því á framfæri að 14 dagar verða að líða frá inflúensusprautu áður en hægt er að fá örvunarbólusetninguna. Ef viðkomandi hefur fengið covid verða að líða 6 mánuðir fram að bólusetningu.

Tilfinning heilbrigðisstarfsmanna er að aukinn áhugi sé fyrir örvunarbólusetningunni og er það vel.

Að lokum vill Hildur koma því á framfæri að þeir sem hafa fengið boð en hafa ekki getað nýtt sér það eru velkomnir næstu bólusetningardaga þá 9. og 16. desember og þá að mæta á milli 10-11:30.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!