Leyfi veitt fyrir landfylling inn af Langeyri í Álftafirði

Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps samþykkti á fundi þann 10. desember 2021 að veita framkvæmdaleyfi fyrir landfyllingu inn af Langeyri í Álftafirði.

Markmið framkvæmdanna er útbúa 32.000 fermetra lóð fyrir kalkþörungaverksmiðju sem hyggst vinna þar allt að 120.000 m3 af kalkþörungaseti úr Ísafjarðardjúpi á ári.

Áætlað er að efni í landfyllinguna komi frá dýpkun Sundahafnar í Ísafjarðarbæ.

Landfyllingin er frá fjöruborði og um 70 metra breið, lengd hennar er um 350 metrar. Auk þess er heimild fyrir landfyllingu fyrir setþró sem er um 15 metra breið og 45 metra löng.

DEILA