Landsnet: Nýjar virkjanir á Vestfjörðum eða tvöföldun Vesturlínu bæta afhendingaröryggi mest

Landsnet hefur birt nýja skýrslu um afhendingaröryggi rafmagns á Vestfjörðum. Skýrslan er framhald skýrslu frá 2019 sem heitir : „Flutningskerfið á Vestfjörðum – Greining á afhendingaröryggi“ þar sem greind voru áhrif ýmissa kerfisstyrkinga á afhendingaröryggi raforku á afhendingarstöðum Landsnets á Vestfjörðum. Það var verkfræðisstofan Efla sem var fengið til verksins.

Hér er eingöngu um tæknilega greiningu að ræða og ekki horft til umhverfislegra, efnahagslegra eða samfélagslegra þátta.

Tekið er mið af því að hringtengin á sunnanverðum Vestfjörðum (S – hringur er tenging milli Mjólkár út Arnarfjörð og yfir til Bíldudals og þaðan til Ketilseyrar í Tálknafirði og svo áfram til Mjólkár) er á þriggja ára framkvæmdaáætlun Landsnets og hringtengin milli Mjólkár og Breiðadals ( N- hringur) er á 10 ára áætlun og athugaðir voru kostir sem gætu bætt afhendingaröryggið að þessum framkvæmdum meðtöldum.

Um helmingur núverandi orkuþarfar á Vestfjörðum er flutt inn á svæðið með Vesturlínu. Tvær leiðir eru færar til þess að bæta afhendingaröryggið, annars vegar að framleiða meiri orku á svæðinu og hins vegar að tvöfalda Vesturlínu. Í skýrslunni eru bætt áhrif af þessum kostum skoðuð og miðað er við virkjun í Vatnsfirði við Breiðafjörð eða virkjun í Djúpinu sem eru með aflgetu a.m.k. 20 MW.

Niðurstaðan er að að virkjun í Djúpi, virkjun í Vatnsfirði og tvöföldun Vesturlínu eru nokkurn veginn jafngildir kostir m.t.t. bætingar í tiltæki, sé horft á alla Vestfirði. Mesta bætingu, af þeim sviðsmyndum sem greindar hafa verið, gefur virkjun í Djúpi, sem tengd er í Kollafjörð og svo tvöföldun þaðan í Mjólká segir í skýrslunni. Þá eru tekin með áhrifin á Glerárskógum og Geiradal.

Sé hins vegar þeim stöðum sleppt og einungis skoðuð áhrif á Vestfjörðum verður virkjun í Vatnsfirði jafngóður kostur og virkjun í Djúpinu með tvöföldum frá Kollafirði í Mjólk, í báðum tilvikum eftir hringtengingu skv S og N hring. Fram kemur í skýrslunni að aflskerðingin fer úr tæplega 15 MWh í grunnkerfinu niður í tæplega 1 MWh í þessum tilvikum.

Hér sést að virkjun í Vatnsfirði skilar jafngóðri bætingu á afhendingaröryggi og virkjun í Djúpinu með tvöföldun Vestulínu frá Kollafirði að Mjólká.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!