Ísafjörður: dýpkun Sundabakka og uppdæling efnis 437 m.kr.

Tilboð voru opnuð 16. desember í dýpkun Sundahafnar og uppdælingu efnis.

Hluti af efninu sem verður dælt upp fer í landfyllinguna sem áætluð er innan við Langeyri í Álftafirði, undir kalkþörungaverksmiðjuna og hafnargerð, um 80-100.000 rúmmetrar. því er hlutur Súðavíkurhrepps í framkvæmdinni um fjórðungur af heildarupphæðinni.

Alls bárust 7 tilboð og var Björgun ehf í Mosfellsbæ lægst með 437 m.kr. tilboð sem er 17,6% yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Hæsta tilboðið var 1.127 m.kr. og kom frá Belgíu. Sex tilboðanna voru frá erlendum aðilum.

Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar leggur til að samið verði við lægstbjóðanda.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!