Ísafjarðarprestakall: Breytt helgihald um hátíðarnar

Vegna almennra sóttvarnarráðstafana er öllu helgihald í kirkjum prestakallsins um hátíðirnar aflýst.

Þess í stað munu prestarnir í Ísafjarðarprestakalli sameinast í guðsþjónustu í Ísafjarðarkirkju á jóladag sem verður streymt á Viðburðarstofu Vestfjarða kl 14.

Tekið verður hlýlega á móti öllum sem koma til guðsþjónustu að undangengnu hraðprófi.

Hraðpróf verða í boði kl 10-11 á á aðfangadag á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.

Þó er fyrst og fremst um streymisviðburð að ræða og gert til að stefna sem fæstum saman yfir hátíðirnar.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!