Ísafjarðarhöfn: 1.961 tonni landað í nóvember

Ísafjarðarhöfn. mynd: Páll Önundarson.

Alls var 1.961 tonni af botnfiski landað í Ísafjarðarhöfn í nóvember auk 38 kg af ígulkerjum.

Allur fiskurinn var veiddur í botntroll. Páll Pálsson ÍS landaði 526 tonnum eftir 6 veiðiferðir og Stefnir ÍS var með 293 tonn í fjórum veiðiferðum. Þá landaði Júlíus Geirmundsson ÍS 174 tonnum af afurðum.

Um 1000 tonn bárust að landi af einum 11 aðkomutogurum. Fjórir togarar frá Eyjafirði lönduðu um 450 tonnum.Þar var Kaldbakur EA með mest eða 112 tonn. Aðrir togarar úr Eyjafirðinum voru Vörður EA , Áskell EA og Björg EA.

Steinunn SF og Þinganes SF frá Hornafirði lönduðu einu sinni hvor samtals 120 tonnum. Frá Suðurnesjum komu fjögur skip Jóhanna Gísla GK, Sóley Sigurjóns GK, Pálína Þórun GK og Sturla GK og lönduðu þau samtals um 440 tonnum af bolfiski. Þá var einn bátur frá Suðurlandi Jón á Hofi sem landið 58 tonnum eftir eina veiðiferð.

DEILA