Ísafjarðarbær: rekstur næsta árs í járnum

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar afgreiddi í síðustu viku fjárhagsáætlun næsta árs. Rekstrarniðurstaðan af allri samstæðunni er jákvæður um 37 milljónir króna. Heildartekjur sveitarfélagsins, bæði af A hluta og B hluta er nærri 6 milljarðar króna.

Stærsti útgjaldaliðurinn eru laun sem eru áætluð verða 3,6 milljarðar króna. Heildarskuldir eru 8,5 milljarðar króna. Afborganir næsta árs verða 650 milljónir króna og gert er ráð fyrir 400 milljón króna nýrri lántöku.

Þegar litið er á sveitarsjóðinn sér þá eru tekjur hans áætlaðar upp á 5 milljarða króna. Þar eru útsvar og fasteignaskattur stærsti tekjustofninn rúmlega 3 milljarðar króna og 1 milljarður króna kemur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Halli af rekstri bæjarsjóðs verður 343 milljónir króna á næsta ári. Verulegur hagnaður mun verða af rekstri Fasteigna Ísafjarðarbæjar , 187 milljónir króna og af Hafnarsjóði, 294 milljónir króna sem gerir heildarafkomuna jákvæða fyrir samstæðuna í heild eins og fyrr segir.

Fjárfestinga 1090 m.kr.

Á árinu 2022 er áætlað að fjárfestingar Ísafjarðarbæjar nemi 1.090 m.kr., áætlaður beinn kostnaður sveitarfélagsins er 640 m.kr., en verkefni sem falla undir ofanflóðavarnir og hafnarmannvirki eru 50% til 90% ríkisstyrkt. Einnig er áætlað að seldar verði 10 íbúðir Fasteigna Ísafjarðarbæjar að bókfærðu virði 80 m.kr. Í töflu 20, má sjá lista yfir áætluð verkefni. Áætlað er að veita 402,5 m.kr. til Eignasjóðs, 5,5 m.kr til þjónustumiðstöðvar 200 m.kr. til hafnarsjóðs, 5 m.kr. til vatnsveitu, 5 m.kr. í Eyri hjúkrunarheimilis og 22 m.kr. til fráveitu.

DEILA