Hvassviðri og hríð á Vestfjörðum

Snjókoma og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði og á Þröskuldum en víða annars staðar á Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir. Éljagangur nokkuð víða. Þungfært er norður í Árneshrepp.

Vegagerðin vekur athygli á hríðarbakka sem fer suðvestur yfir Vestfjarðarkjálkann í dag með hvassviðri, blindu og ófærð. Skafrenningur verður áfram fram á nóttina.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!