Handbolti: fyrsta tap Harðar

Hörður Ísafirði tapaði sínum fyrsta leik á keppnistímabilinu um helgina þegar það mætti Fjölni i Grafarvoginum. Fjölnir sigraði 34:33 eftir að Hörður hafði leitt í leikhléi með einu marki 19:20.

Leikurinn var jafn og spennandi eins og tölurnar gefa til kynna. Sigeru Hikawa var markahæstur Harðverja með 10 mörk, Kenya Kasahara gerði 5 mörk, Guntis Pilpuks og Mikel Amilibia Aristi fjögur mörk hvort.

Eftir 9 umferðir er Hörður í efsta sæti ásamt ÍR með 16 stig og Fjölnir er í 3. sæti með 14 stig.

Næsti leikur Harðar er næsta laugardag á Akureyri gegn Þór sem situr í 4. sæti deildarinnar.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!