Flokkur fólksins vill frjálsar handfæraveiðar

Smábátar í höfninni á Vatneyrinni á Patreksfirði. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Eyjólfur Ármannsson ásamt öðrum þingmönnum Flokks fólksins hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til breytinga á stjórn fiskveiða.

Þar er lagt til að við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:   

Þrátt fyrir önnur ákvæði þessara laga er öllum þeim íslenskum ríkisborgurum sem hafa tilskilin réttindi til skipstjórnar og vélstjórnar, ef þess er krafist vegna stærðar vélar viðkomandi báts, heimilt að stunda fiskveiðar á eigin bát með tveimur sjálfvirkum handfærarúllum á tímabilinu 1. apríl til 1. október ár hvert. Báturinn skal vera undir 30 brúttórúmlestum að stærð og uppfylla skilyrði um sjálfvirka tilkynningarskyldu. Báturinn skal hafa viðurkennt haffæri. Á hverjum bát mega vera tveir menn í áhöfn og er hámarksfjöldi sjálfvirkra rúlla þá fjórar rúllur á tvo menn. Að fimm árum loknum skal skoðuð reynslan af þessum veiðum með tilliti til þess hvort setja eigi viðbótartakmarkanir sem taki eingöngu til veiðisvæða bátanna og fjölda veiðidaga.
    Veiðar þessara báta eru ekki reiknaðar til aflamarks og hafa ekki áhrif á heildarúthlutun aflamarks til annarra fiskiskip
a.

  Frumvarp þetta var upphaflega lagt fram af Guðjóni Arnari Kristinssyni á 132., 133., 135. og 136. löggjafarþingi (63. mál). Það er nú endurflutt efnislega óbreytt.

Í greinagerð með frumvarpinu segir að  takmarkanir á atvinnufrelsi þurfa að byggjast á sterkum rökum og ekki ganga lengra en nauðsyn krefur. Aflahámark sem takmarkar fiskveiðar á eingöngu að ná til þeirra veiða sem ógna fiskstofnum, ekki til sjálfbærra veiða. Handfæraveiðar eru sjálfbærar og ógna ekki fiskstofnum landsins

DEILA