Covid: eitt nýtt smit á Vestfjörðum í gær

Eitt nýtt smit greindist í gær á Vestfjörðum. Það var á Drangsnesi samkvæmt covid-korti RUV. Áfram eru árján með virkt smit þar sem þeim fækkaði um eitt á Flateyri.

Á Þingeyri eru 13 smit, 2 á Flateyri og eitt á Patreksfirði, Hólmavík og Drangsnesi.

Þingeyri er áfram efst á 14 daga nýgengislistanum yfir landið. Patreksfjörður er fallinn út af listanum en Flateyri og Drangsnes eru meðal 10 efstu staðina.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!