Alþjóðlegt reiðhjólamót á Vestfjörðum á næsta ári

Dagana 28. júní til 3. júlí 2022 verður haldið stórt alþjóðlegt reiðhjólamót á Vestfjörðum meðfram Vestfjarðaleiðinni. Félagið Cycling Westfjords, sem er að vinna að stóru hjólreiðaverkefni tengdu Vestfjarðaleiðinni, stendur að keppninni. Hún fer fram á fimm dögum og er hjólaleiðinni skipt í fjóra leggi. Hver leggur er 212-255 km eða í heildina 933 km með 14500 metra hækkun.

Dagleg menningarstopp

Þátttakendur taka tímann með tímastimplaðri mynd (í appi) af fyrirfram ákveðnum stöðum en það sem gerir þessa keppni frábrugðna öðrum er að tvisvar á hverri dagleið taka þátttakendur tvö menningarstopp og er tímatakan stöðvuð á meðan. Þessi menningarstopp eru þá fyrirfram valin söfn, kaffihús, heitar laugar og fleira.

Þátttakendur bera sjálfir ábyrgð á öllum farangri en útveguð verða tjöld, morgunmatur og kvöldmáltíð. Skráning fyrir íslenska ríkisborgara hefst 18. janúar og erlenda þann 25.janúar.

Frekari upplýsingar er að finna á

https://www.facebook.com/cyclingwestfjords

DEILA