Uppskrift vikunnar í boði Örnu í Bolungavík

Uppskrift þessarar viku er í boði Örnu í Bolungavík. Hinar ýmsu uppskriftir er að finna á heimasíðu þeirra, www.arna.is, og eru þess virði að prófa. Enda að sjálfsögðu viljum við vonandi öll styðja við fyrirtæki í heimabyggð.

Þessa prufaði ég ekki fyrir svo löngu síðan og varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum.

Fljótlegar fylltar paprikur

Hráefni sem þú þarft:


6 paprikur

Ólífu olía

Salt

1 laukur

1 lítill hvítlaukur eða 1-2 hvítlauksrif

400 g svartar baunir í dós

400 g gular baunir í dós

400 g hakkaðir tómatar í dós

125 g hrísgrjón

2 msk taco kryddblanda

150 g kryddostur með hvítlauk frá Örnu Mjólkurvörum

Salt og pipar eftir smekk

Grískt jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum

Ferskt kóríander (nota helst en má sleppa eða skipta út fyrir annað eins og ég gerði)

Aðferð:

  1. Sjóðið hrísgrjónin
  2. Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir.
  3. Skolið paprikurnar, skerið í tvennt og hreinsið fræin úr. Helið örlítið af ólífu olíu yfir paprikurnar og saltið, bakið inn í ofni í u.þ.b. 7 mín.
  4. Á meðan paprikurnar eru inn í ofninum skerið þá laukinn niður og hvítlaukinn, steikið, bætið svo baununum, hrísgrjónunum og hökkuðu tómötunum út á pönnuna, kryddið með taco kryddi.
  5. Rífið ¾ af hvítlauks kryddostinum út á pönnuna og blandið saman við, smakkið til með salti og pipar ef ykkur finnst þurfa.
  6. Setjið fyllinguna inn í paprikurnar og rífið restina af kryddostinum yfir.
  7. Leggið álpappír yfir og bakið áfram inn í ofni í u.þ.b. 10 mín eða þar til osturinn byrjar að brúnast.
  8. Berið fram með dropa af grísku jógúrti og kóríander.

Uppskrift eftir Lindu Ben

Verði ykkur að góðu í boði Örnu.

Halla Lúthersdóttir

DEILA