Tveir Ísfirðingar hrepptu verðlaun

Fimmtudaginn 4. nóvember fór  EPTA-píanókeppnin fram í Salnum í Kópavogi, en það er eins konar Íslandsmeistarakeppni fyrir nemendur í píanóleik. Fimm píanónemendur úr Tónlistarskóla Ísafjarðar tóku þátt í keppninni en þeir höfðu æft af kappi undir handleiðslu Beötu Joó.

Í frétt um keppnina á vefsíðu Tónlistarskóla Ísafjarðar segir að þau hafi öll staðið eins og hetjur og verið sjálfum sér og skólanum sínum til sóma.

Í flokki 10 ára og yngri varð Iðunn Óliversdóttir í öðru sæti, en Kolbeinn Hjörleifsson í þriðja sæti.

Aðrir keppendur frá Ísafirði voru Sædís Ylfa Þorvarðardóttir, Guðrún Hrafnhildur Steinþórsdóttir og Matilda Harriet Mäekalle. 

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!