Stjórnarsáttmálinn: fiskeldi er innlend matvælaframleiðsla

Frá blaðamannafundi oddvita ríkisstjórnarinnar.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sem tók við völdum í gær segir um fiskeldi að það ásamt sjávarútvegi og landbúnaði sé þungamiðja í innlendri matvælaframleiðslu sem verði efld á kjörtímablinu.

„Með auknum áhuga á hreinum afurðum, sem framleiddar eru með endurnýjanlegri orku og grunnu kolefnisspori á Íslandi, skapast mikil sóknarfæri í framleiðslu matvæla og ýmissa hliðarafurða. Við viljum búa þessari starfsemi samkeppnishæft umhverfi til að gera henni kleift að standa enn betur undir því fjölþætta hlutverki sem hún gegnir
í íslensku samfélagi, meðal annars við að skapa atvinnu og byggðafestu, auk þess að vera mikilvægur valkostur fyrir neytendur á Íslandi.“

Ný stefna um uppbyggingu og gjaldtöku

Í kaflanum um sjávarútvegsmál segir nánar um fiskeldi:

„Mótuð verður heildstæð stefna um uppbyggingu, umgjörð og gjaldtöku fiskeldis. Við þá vinnu verður lögð áhersla á tækifæri til atvinnusköpunar og mikilvægi þess að greinin byggist upp á grundvelli sjálfbærni, vísindalegrar þekkingar og verndar villtra laxastofna.“

DEILA