Skólar á Hólmavík loka vegna COVID-19

Hólmavík. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Grunn- og tónskólinn og leikskólinn á Hólmavík verða lokaðir fram yfir helgina vegna staðfestra smita COVID-19.

Þetta er í annað sinn í þessari viku sem Grunnskólanum á Hólmavík er lokað vegna smita, en enginn skóli var á mánudaginn síðasta þegar upp komu staðfest smit.

Greinst hafa fleiri staðfest Covid-19 smit á Hólmavík og grunnskólanum, leikskólanum og tónlistarskólanum hefur verið lokað fram yfir helgi. Sama gildir um félagsmiðstöðina Ozon og ungmennafélagsins Geislans. Í heildina hafa greinst eitt smit hjá starfsmanni, tvö smit hjá nemendum í grunnskóla og hjá einum nemanda í leikskóla. 

Nemendur á miðstigi grunnskóla og eldri deild leikskóla fara í sóttkví og eftir atvikum og tengslum aðrir og allt útsett starfsfólk. Nemendur á yngsta stigi, unglingastigi og yngri deild leikskóla fara í smitgát. Útsett starfsfólk leikskóla fer líka í sóttkví en aðrir í smitgát.

Smitrakning stendur yfir og unnið með smitvarnateymi og Almannavörnum. Ákvarðanir um lokanir eru og hafa verið í samræmi við ráðleggingar sóttvarnayfirvalda. 

DEILA