Jól í skókassa frá Ísafirði

Pakkarnir í Ísafjarðarkirkju

Jól í skókassa er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir.

Með slíkum gjöfum er þeim sýndur kærleikur Guðs í verki. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa.

Samtals 87 pakkar komu í í safnaðarheimili Ísafjarðarkirkju. Það voru pakkar frá Flateyri Suðureyri og auðvitað Ísafirði segir á facebook síðu kirkjunnar.

Verkefnið “jól í skókassa” er fallegt verkefni. Næsta stopp er Reykjavík og svo áfram til þakklátra barna í Úkraínu.

DEILA