Ísafjarðarhöfn: 1.267 tonn í september

Tólf hundruð sextíu og tonn bárust á land í Ísafjarðarhöfn í síðasta mánuði. Langmest var veitt í botntroll eða 1þ036 tonn, 209 tonn komu af línuveiðum og 20 tonn af rækju.

Klakkur ÍS landaði einu sinni í mánuðinum 20 tonnum af rækju. Tveir bátar voru á línuveiðum, Jóhanna Gísladóttir GK landaði 109 tonnum eftir eina veiðiferð og Eyrarröst ÍS aflaði 100 tonn í 5 veiðiferðum.

Júlíus Geirmundsson ÍS landaði 215 tonnum af afurðum. Ísfirsktogararnir Páll Pálsson ÍS og Stefnir ÍS landuðu samtals 821 tonni, Páll var með 350 tonn og Stefnir 471 tonn.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!