HVest fær 36 m.kr. til tækjakaupa og tæknilausna

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða hefur verið úthlutað 23 m.kr. til tækjakaupa. Fjárveitingin er tekin af  af safnliðum fjárlaga 270 milljónum króna til tækjakaupa á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. Alls eru það 6 stofnanir sem fá fé af þessum lið. Heilbrigðisstofnun Vesturlands fær mest eða 70 m.kr. og Heilbrigðisstofnun Vestfjarða fær minnst.

Þá hefur verið ráðstafað 80 m.kr. af safnlið fjárlaga sem ætlaðar eru til tæknilausna sem nýtast í þágu aldraðra sem búa heima en bíða eftir hjúkrunarrými og þurfa á mikilli þjónustu að halda. Þar fær Heilbrigðisstofnun Vestfjarða 13 m.kr. Hæsta fjarhæðin er ti Heilbrigðisstofnunar Norðurlands 28 m.kr. og minnst fær Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 6 m.kr.

Til að auka þjónustu við þennan hóp og tryggja betur öryggi einstaklinganna segir í skýringum ráðuneytisins að skjáheimsóknir geta verið mikilvæg viðbót og auk annarra tæknilausna sem þjóna sama tilgangi og stuðla einnig að betri nýtingu starfsfólks sem sinnir hjúkrun og umönnun fólks í heimahúsum. 

DEILA