Heilbrigðisstofnun Vestfjarða hvetur fólk til að fara í sýnatöku

Í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er fólk hvatt til að fara í sýnatöku ef ástæða er til.

Þar segir að faraldurinn sé nú á miklum hraða á landinu og eru Vestfirðir ekki undantekning.

Í morgun var einni leikskóladeild á Ísafirði lokað vegna smits sem kom þar upp.

Á Vestfjörðum eru nú 14 einangrun og 11 í sóttkví og hefur þeim sem eru í einangrun fjölgað frá í gær.

Lykilatriðið er þetta: Ekki hika við að koma í sýnatöku ef einhverra einkenna verður vart. Hver dagur af daglegu amstri fjölgar þeim sem þurfa að fara í sóttkví eða geta smitast. Einfaldast er að panta sýnatökuna á Heilsuveru en einnig er hægt að hringja.

DEILA