Handbolti: ÍR dregur kæruna til baka

Í gær birtu handknattleiksdeildir ÍR og Harðar Ísafirði sameiginlega yfirlýsingu varðandi eftirmál af leik liðanna á laugardaginn. Þar vann Hörður með eins marks mun en ÍR lagði inn kæru eftir leikinn og taldi leikskýrslu hafa veitt rangar upplýsingar.

Í yfirlýsingunni nú segir að sættir hafi náðst og ákveðið hafi verið að falla frá kærumálum og að félögin muni starfa áfram saman að því að efla handboltann á Íslandi.

Einnig kemur fram að mistök hafi verið gerð á báða bóga og að liðin munu læra af þeim.

Undir yfirlýsinguna rita Matthías Imsland f.h. ÍR og Ragnar H. Sigtryggsson f.h. Harðar.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!