Handbolti: Hörður Ísafirði efst í deildinni

Frá sigri Harðar á U liði Vals á Hlíðarenda. Mynd: Hörður handknattleiksdeild.

Karlalið Harðar Ísafirði leikur í næstefstu deild, Grill66 deildinni og fékk U lið Hauka frá Hafnarfirði í heimsókn á Torfnesið á laugardaginn og vann góðan sigur 32:28 eftir að hafa leitt með sjö mörkum í hálfleik 18:11.

Vel var mætt á völlinn og samkvæmt leikskrá voru 200 áhorfendur.

Mörk Harðar: Daniel Wale Adeleye 8, Guntis Pilpuks 7, Seguru Hikawi 5, Óli Björn Vilhjálmsson 4, Axel Sveinsson 3, Þráinn Ágúst Arnaldsson 2, Jón Ómar Gíslason 2, Ásgeir Óli Kristjánsson 1.

Hörður hefur unnað alla fjóra leiki sína til þessa og er í efsta sæti deildarinnar ásamt ÍR sem einnig er með fullt hús stiga.

Næsti leikur Harðar verður einmitt gegn ÍR í Breiðholtinu þann 13. nóvember.

DEILA