Handbolti: Hörður áfram á toppnum í Grill66 deildinni

Hörður frá Ísafirði heldur toppsætinu í Grilldeildinni eftir sigur liðsins í gærkvöldi. Leikið var fyrir sunnan við Kórdrengina og leik leiknum 31:29. Í hálfleik var Hörður með þriggja marka forskot 16:13.

Markahæsur Ísfirðinga var Guntis Pilpuks með 6 mörk. Axel Sveinsson og Þráinn Ágúst Arnaldsson gerðu 5 mörk hvor. Daniele Wale Adelaye var með 4 mörk. Aðrir markaskorarar voru Jón Ómar Gíslason 3, Kenya Kasahara 3, Ásgeir Óli Kristjánsson 2, Siguru Hikawa 2, Tadeo Ulises Salduna 1.

Eftir 6 umferðir er Hörður efst í deildinni með fullt hús stiga 12 stig, tveimur fleiri en næstu lið ÍR og Fjölnir. Leiknar verða 20 umferðir.