Hæð húsa á Ísafirði mæld

Nemendur í 10. bekk Grunnskólans á Ísafirði eru að læra um einslaga þríhyrninga og prófa að nota eiginleika þeirra á hagnýtan hátt.

Í gær fór nemendahópurinn út með spegla og málbönd til að mæla hæð bygginga í nágrenni skólans.

Spegillinn er settur á jörðina og svo stillir einn sér upp þannig að hann sjái þakbrúnina á húsinu. Þá þarf að mæla þrjár lengdir, fjarlægðina frá húsi að spegli, fjarlægðina frá spegli að manneskju og hæð manneskjunnar upp að augum.

Hlutföll milli hliða í einslaga þríhyrningum eru jöfn svo hæð hússins deilt með fjarlægðinni að speglinum er jöfn hæð manneskjunnar upp að augum deilt með fjarlægðinni að speglinum.

Svona er búið að áætla hæð allra helstu bygginga i kringum skólann.

DEILA