Grunnskólinn Suðureyri: mygla hefur kostað 40 m.kr. og töluverður kostnaður eftir

Grunnskólinn Suðureyri.

Vegna myglu var ráðist í viðgerð á þaki Grunnskólans á Suðureyri árið 2019 og varð kostnaðurinn nærri 39 m.kr.

Við þakskiptin var álitið sem svo að húsnæðið væri komið í viðunandi horf. En í minnisblaði sviðsstjóra segir að hinsvegar hafi borið á því að starfsmaður skólans hefur fundið fyrir einkennum myglu þrátt fyrir fyrri aðgerðir.
Talið var að einkenni mætti rekja til raka meðfram gluggum í útveggjum.

Í febrúar sl., fór Tækniþjónusta Vestfjarða mældi raka í tveimur skólastofum í framhaldi kom Tækniþjónustan með tillögur að úrbótum. Sem fólu í sér skipti á gluggum viðhald á klæðningu, því verki lauk nú í október.

Við frekari greiningu var talin þörf á framkvæmdum í kjallara grunnskólans, um er að ræða geymslurými og skriðkjallara. Vandamál hafa verið í kjallararými frá því að húsið var reist. Orsakir má rekja til þess að þakrennur voru ekki tengdar niðurföllum, ásamt því að ekkert niðurfall er í kjallararými, því hafði vatn greiða leið þarna niður.
Sýni voru tekin í kjallararými og send suður til greiningar þann 15. sept. sl. og reyndust sýnin jákvæð.

Gera má ráð fyrir töluverðum kostnaði vegna endurbóta, sbr kostnaðaráætlun sem ekki hefur verið gerð opinber. Um er að ræða lagnavinna, niðurrif, uppbygging og að steypa gólf í skriðkjallara. Jafnframt má búast má búast við frekari kostnaði við ytrabyrði hússins s.s. vegna glugga og klæðninga, þar sem enn er verið að meta umfang viðhalds.

Haldinn var stöðufundur þann 4. nóv. sl., með bæjarstjóra, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, skólastjóra grunnskólans og fulltrúa Tækniþjónustunnar, þar sem farið var yfir þær aðgerðir sem standa nú yfir og það sem framundan er. Búast má við raski á skólahaldi, vegna viðhalds í þeim stofum þar sem skipt var um glugga.

Einnig var talið æskilegt að færa unglingastigið yfir í annað rými sem tilheyrir dagdeild eldri borgara á Suðureyri.

DEILA