Fyrsta verkefni Freyju gekk vel

Varðskipið Freyja kom með flutningaskipið Franciscu til hafnar á Akureyri í gærkvöld. Þetta fyrsta verkefni varðskipsins og gekk afar vel og voru skipin komin til hafnar fyrr en gert hafði verið ráð fyrir.

Bilun kom upp í flutningaskipinu og var leitað til Landhelgisgæslunnar vegna mikillar dráttargetu Freyju sem dró skipið til Akureyrar.

Freyja er mjög vel búin dráttarspilum svo taka má stór og öflug skip í tog en dráttargeta skipsins er til að mynda um tvöfalt meiri en dráttargeta varðskipsins Þórs.

Meðfylgjandi er myndband sem sýnir undirbúning verkefnisins og þegar skipin sigldu af stað.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!