Betri gæði bygginga á Vestfjörðum

Þann 18. nóvember nk. verður haldið námskeið hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði sem ber yfirskriftina „Virkniúttekt gæðastjórnunarkerfa“.  Þar mun Ferdinand Hansen sérfræðingur í gæða- og öryggiskerfum fara yfir það hvernig meistarar og fyrirtæki í byggingariðnaði geta staðist úttekt sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) mun gera á þeirra gæðakerfi.

Í gegnum árin hefur næstum daglega mátt sjá eða heyra í fréttum um byggingargalla þar sem eigendur mannvirkja sitja uppi með stórlega gölluð mannvirki og mikið fjárhagslegt tjón.  Til að reyna að koma í veg fyrir galla og mistök við byggingaframkvæmdir hefur iðnmeisturum og byggingastjórum verið gert skylt að nota gæðastjórnunarkerfi í verkum sínum.

HMS hefur eftirlit með gæðastjórnunarkerfum í byggingariðnaði og framkvæmir virkniúttektir hjá iðnmeisturum og byggingarstjórum til að ganga úr skugga um að verið sé að nota kerfin rétt.

Það er IÐAN fræðslusetur sem stendur fyrir námskeiðiðnu fyrir byggingarstjóra iðnmeistara á Ísafirði og í framhaldinu bjóða upp á leiðbeiningar fyrir þá sem þurfa betri undirbúning fyrir virkniúttekt á eigin gæðastjórnunarkerfi.

DEILA