Bæjarráð: ekkert fé til Hendingar

reiðskemman í Engidal. Mynd: Bæjarins besta.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar segir að til uppbyggingarsamninga sé á árinu 2022 alls 12 m.kr. Skulu öll íþróttafélög óska eftir uppbyggingarsamningi í gegnum HSV sé þess óskað að sveitarfélagið leggi til fjármagn vegna uppbyggingar íþróttaaðstöðu. Í minnisblaði sviðsstjóra segir að til hestamannafélagsins Hendingar fari styrkir vegna uppbyggingar aðstöðu í gegnum uppbyggingasamninga.

Bæjarráðið bókar að ekki hafi borist umsókn frá HSV vegna reiðvallar fyrir hestamannafélagið Hendingu og því ekki hægt að taka málið til afgreiðslu vegna ársins 2022.

Í minnisblaði sviðsstjóranna kemur fram að í samkomulagi bæjarins við Hendingu frá 2017 komi fram að að gerður verði uppbyggingasamningur á sama grunni og almennt gildir um uppbyggingasamninga við aðildarfélög HSV, sem tekur nánar til aðkomu aðila að öðrum áfanga verkefnisins, þ.e.a.s. framkvæmdum við útisvæði.

DEILA