Aflahlutdeild útgerða

Fiskistofa hefur tekið saman samanlagða aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila og lögaðila.

Samkvæmt útreikningum Fiskistofu fer eitt félag yfir 12% leyfilegt heildarverðmæti aflahlutdeildar allra tegunda, Brim hf. 13,2%.

Í krókaaflamarkskerfinu fara tvö félög yfir 4% leyfilega aflahlutdeild í þorski, Háaöxl ehf. 4,22% og Stakkavík ehf. 4,01%.

Líkt og undanfarin ár þá er Brim hf. hæst í aflamarkskerfinu en einhver breyting hefur orðið á næstu sætum sem skýrist af því að úthlutun í loðnu var búin þegar útreikningarnir fóru fram.

Í krókaaflamarkskerfinu er Grunnur ehf. með mestu krókaaflahlutdeild.

Í meðfylgjandi skjölum má sjá alla aðila sem eiga fiskiskip með skráðar aflahlutdeildir.

Aflahlutdeildir útgerða í aflamarkskerfinu 

Krókaaflahlutdeildir útgerða í krókaaflamarkskerfinu

DEILA