Vesturbyggð: bæjarfulltrúi í orlof

Bæjarstjórn hefur veitt Þórkötlu Soffíu Ólafsdóttur bæjarfulltrúa leyfi frá störfum sínum í bæjarstjórn til 22. janúar 2022, en hún eignaðist barn í byrjun október.

María Ósk Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi tekur sæti hennar sem aðalmaður í bæjarráði og verður formaður, auk þess að verða aðalmaður í samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðahrepps og stjórn Fasteigna Vesturbyggðar á meðan leyfinu stendur. Þá tekur Jörundur Garðarson sæti sem aðalmaður í bæjarstjórn Vesturbyggðar og varamaður í bæjarráði á meðan á leyfinu stendur.