Uppskrift vikunnar: lúða

Lúða er einn af mínum uppáhalds fisk og þrátt fyrir veiðibann má landa lúðu sem meðafla og er því þónokkuð oft sem hægt er að nálgast hana í fiskbúðum, lesist hjá Kára.

Þessi uppskrift er afskaplega einföld og góð og ein af mörgum sem ég nota. Bæti við fleirum síðar.

Verði ykkur að góðu.

Ofnbökuð lúða

750 g lúðuflök

salt

pipar

1/4 bolli brætt smjör

1 msk sítrónusafi

Rjómaostsósa

250 g rjómaostur

1/3 bolli sýrður rjómi

2 msk mjólk

2 tsk sweet pickle relish

1 tsk smásaxaður laukur

1/2 tsk smásaxað kapers

Setjið fiskinn í bitum í smurt eldfast mót og stráið salti og pipar yfir. Blandið saman sítrónusafa og smjöri og hellið yfir fiskinn. Bakið í 20 mín. við 225°C. Berið fram með rjómaostsósunni, hrísgrjónum og fersku salati. Hrærið rjómaostinn mjúkan og blandið hinum efnunum vel saman við.

Vonandi kunnið þið að meta þessa uppskrift jafnvel og ég.

Verði ykkur að góðu

Halla Lúthersdóttir

DEILA